Frelsari Sjá einnig Jesús Kristur Sá sem frelsar. Jesús Kristur bauð, með friðþægingu sinni, öllu mannkyni endurlausn og sáluhjálp. Frelsari er nafn og titill Jesú Krists. Drottinn er ljós mitt og fulltingi, Sálm 27:1 (2 Mós 15:1–2; 2 Sam 22:2–3). Ég er Drottinn, og enginn frelsari er til nema ég, Jes 43:11 (K&S 76:1). Hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra, Matt 1:21. Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, Lúk 2:11. Svo elskaði Guð heiminn að hinn eingetni sonur kom til að frelsa mennina, Jóh 3:16–17. Ekkert annað nafn en Krists getur frelsað mennina, Post 4:10–12 (2 Ne 25:20; Mósía 3:17; 5:8; K&S 18:23; HDP Móse 6:52). Frá himni væntum vér frelsarans, Drottins Jesú Krists, Fil 3:20. Faðirinn sendi soninn til að vera frelsari heimsins, 1 Jóh 4:14. Drottinn vakti upp Messías, frelsara heimsins, 1 Ne 10:4. Guðslambið er frelsari heimsins, 1 Ne 13:40. Þekkingin á frelsara mun breiðast út til allra þjóða, kynkvísla, tungna og lýða, Mósía 3:20. Kristur hlaut að deyja til þess að hjálpræðið fengi framgang, He 14:15–16. Réttlætingin og helgunin fyrir náð frelsarans er réttvís og sönn, K&S 20:30–31. Ég er Jesús Kristur, frelsari heimsins, K&S 43:34. Minn eingetni er frelsarinn, HDP Móse 1:6. Allir sem trúa á soninn og iðrast synda sinna munu hólpnir verða, HDP Móse 5:15.