Sjúkur, sjúkdómur Að vera lasinn eða haldinn sjúkdómi. Í ritningunum eru líkamleg veikindi stundum notuð sem tákn fyrir skort á andlegri vellíðan (Jes 1:4–7; 33:24). Ég hefi heyrt bæn þína og séð tár þín. Sjá, ég mun lækna þig, 2 Kon 20:1–5 (2 Kro 32:24; Jes 38:1–5). Jesús fór um og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi, Matt 4:23–24 (1 Ne 11:31; Mósía 3:5–6). Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru, Matt 9:10–13 (Mark 2:14–17; Lúk 5:27–32). Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins, Jakbr 5:14–15. Kristur tekur á sig sársauka og sjúkdóma fólks síns, Al 7:10–12. Jesús læknaði alla sjúka meðal Nefíta, 3 Ne 26:15. Nærið hina sjúku af umhyggju og gefið þeim jurtir og milt fæði, K&S 42:43 (Al 46:40). Minnist í öllu hinna sjúku og aðþrengdu, K&S 52:40. Legg hendur þínar yfir hina sjúku og þeir munu heilir verða, K&S 66:9.