Jósef frá Arímaþeu
Jósef frá Arímaþeu var meðlimur í ráði Gyðinga, Sanhedrín, lærisveinn Jesú og auðugur og trúfastur Ísraelíti sem átti engan þátt í sakfellingu Drottins vors. Eftir krossfestinguna lét Jósef búa um líkama frelsarans í hreinum líndúk og leggja hann í grafhvelfingu sem hann átti (Matt 27:57–60; Mark 15:43–46; Lúk 23:50–53; Jóh 19:38–42).