Lauga, laugaður, laugun Sjá einnig Friðþægja, friðþæging; Skírn, skíra Að hreinsa, líkamlega eða andlega. Táknrænt talað getur hinn iðrandi hreinsast af syndugu líferni og afleiðingu þess fyrir friðþægingu Jesú Krists. Sérstakar lauganir framkvæmdar með réttu prestdæmisvaldi hafa hlutverki að gegna sem helgiathafnir. Presturinn skal þvo klæði sín og lauga líkama sinn í vatni, 4 Mós 19:7. Þvo mig hreinan af misgjörð minni, Sálm 51:4, 9. Þvoið yður, hreinsið yður. Takið illskubreytni yðar burt, Jes 1:16–18. Jesús þvoði fætur postulanna, Jóh 13:4–15 (K&S 88:138–139). Lát skírast og laugast af syndum þínum, Post 22:16 (Al 7:14; K&S 39:10). Enginn maður getur frelsast nema klæði hans séu hvítþvegin, Al 5:21 (3 Ne 27:19). Klæði þeirra voru hvítþvegin með blóði lambsins, Al 13:11 (Et 13:10). Með því að halda boðorðin gætu þeir laugast og hreinsast af öllum syndum sínum, K&S 76:52. Smurningar yðar og lauganir eru vígðar með helgiathöfn í húsi mínu, K&S 124:39–41.