Námshjálp
Rómaveldi


Rómaveldi

Veldi hinnar fornu Rómaborgar. Á tíma postulanna var Rómaveldi eina stórveldi jarðar. Það náði yfir allt svæðið frá Efrat til Dónár, Rínar, Atlantshafs, og til Sahara eyðimerkur. Palestína varð hjálenda 63 f.Kr., þegar Pompei tók Jerúsalem. Þrátt fyrir að Rómverjar veittu Gyðingum ýmis sérréttindi, hötuðust Gyðingar við yfirráð Rómverja og voru sífellt í uppreisnarhug.

Páll, rómverskur borgari, notaði grísku, útbreiddasta mál stórveldisins, til þess að breiða út fagnaðarerindið innan þess.