Júda
Í Gamla testamenti, fjórði sonur Jakobs og Leu (1 Mós 29:35; 37:26–27; 43:3, 8; 44:16; 49:8). Jakob blessaði Júda að hann yrði viðurkenndur leiðtogi meðal sona Jakobs og að Síló (Jesús Kristur) yrði afkomandi hans (1 Mós 49:10).
Ættkvísl Júda
Júdaættkvíslin tók forystuna eftir að Kanaanland var byggt. Aðalkeppinauturinn var ættkvísl Efraíms. Móse blessaði ættkvísl Júda (5 Mós 33:7). Eftir stjórnartíð Salómons varð Júdaættkvísl að konungdæmi Júda.
Konungdæmi Júda
Í stjórnartíð Jeróbóams klofnaði yfirráðasvæði Salómons í tvö aðskilin konungdæmi, aðallega vegna afbrýði milli ættkvísla Efraíms og Júda. Suðurríkið, eða konungdæmið Júdea, náði yfir Júdaættkvísl og mestan hluta ættkvíslar Benjamíns. Höfuðborgin var Jerúsalem. Ef á heildina er litið var það trúrra guðsdýrkun Jehóva heldur en nyrðra konungdæmið. Júdea var ekki eins berskjölduð fyrir árásum úr norðri og austri, og æðsta valdið var í höndum ættar Davíðs fram að ánauðinni af völdum Babýloníumanna. Konungdæmi Júda tókst að þrauka 135 ár fram yfir fall hins öflugra og fjölmennara Ísraelsríkis.
Stafur Júda
Þetta vísar til Biblíunnar sem heimildaskrár húss Júda (Esek 37:15–19). Á síðustu dögum, þegar hinum ýmsu greinum Ísraelsættar er safnað saman mun helgum heimildum þeirra einnig safnað saman. Þessar ritningarlegu heimildir munu fylla hver í eyður annarrar og mynda sameinaðan vitnisburð um að Jesús sé Kristur, Guð Ísraels og Guð allrar jarðarinnar (ÞJS, 1 Mós 50:24–36 [Viðauki]; 2 Ne 3; 29).