Níníve Sjá einnig Assýría; Jónas Í Gamla testamenti, höfuðborg Assýríu og í meir en tvær aldir mikil verslunarmiðstöð á austurbakka Tígrisfljótsins. Hún féll við hrun keisaradæmis Assýríu, 606 f.Kr. Sanheríb Assýríukonungur sat í Níníve, 2 Kon 19:36. Jónas var sendur til að kalla borgina til iðrunar, Jónas 1:1–2 (Jónas 3:1–4). Nínívemenn iðrast, Jónas 3:5–10. Kristur sýndi Gyðingum Níníve sem fordæmi um iðrun, Matt 12:41.