Námshjálp
Jóhannes Sebedeusson


Jóhannes Sebedeusson

Einn postulanna tólf í Nýja testamentinu, sonur Sebedeusar, og bróðir Jakobs. Á yngri árum var hann fiskimaður (Mark 1:17–20). Hann er sennilega sá ónafngreindi lærisveinn Jóhannesar skírara sem nefndur er í Jóh 1:40. Síðar var hann kallaður sem postuli Jesú Krists (Matt 4:21–22; Lúk 5:1–11). Hann ritaði Jóhannesarguðspjall, þrjú bréf, og Opinberunarbókina. Hann var einn þriggja sem voru með Drottni er hann vakti upp dóttur Jaírusar (Mark 5:35–42); á Ummyndunarfjallinu (Matt 17:1–9); í Getsemane (Matt 26:36–46). Í eigin skrifum talar hann um sjálfan sig sem lærisveininn er Jesús elskaði (Jóh 13:23; 21:20) og sem „hinn lærisveinninn“ (Jóh 20:2–8). Hvað Jesú snertir, þá nefnir hann Jóhannes og bróður hans Boanerges, sem merkir „þrumusynir“ (Mark 3:17). Jóhannesar er víða getið í frásögnum af krossfestingunni og upprisunni (Lúk 22:8; Jóh 18:15; 19:26–27; 20:2–8; 21:1–2). Síðar var Jóhannes sendur í útlegð til Patmos og þar ritaði hann Opinberunarbókina (Op 1:9).

Jóhannes er víða nefndur í síðari daga opinberunum (1 Ne 14:18–27; 3 Ne 28:6; Et 4:16; K&S 7; 27:12; 61:14; 77; 88:141). Þessi brot staðfesta frásögu Biblíunnar um Jóhannes og veita einnig innsýn í mikilleik hans og mikilvægi þess verks sem Drottinn hefur falið honum að vinna á jörðu á tíma Nýja testamentis og á síðustu dögum. Síðari daga ritningar útskýra að Jóhannes leið ekki dauða en var leyft að dvelja á jörðu sem þjónustuengill og þjóna fram að síðari komu Drottins (Jóh 21:20–23; 3 Ne 28:6–7; K&S 7).

Jóhannesarbréfin

Þrátt fyrir að höfundur þessara þriggja bréfa nafngreini sjálfan sig ekki, er málfar bréfanna svo líkt málfari postulans Jóhannesar að talið er að hann hafi ritað þau öll þrjú.

Fyrsta Jóhannesarbréf, fyrsti kapítuli áminnir hina heilögu að öðlast samfélag við Guð. Annar kapítuli leggur áherslu á að hinir heilögu öðlist þekkingu á Guði með hlýðni og segir þeim að unna ekki heiminum. Þriðji kapítuli kallar alla til að gerast börn Guðs og elska hvert annað. Fjórði kapítuli útskýrir að Guð sé kærleikur og dvelji í þeim sem hann elska. Fimmti kapítuli útskýrir að hinir heilögu séu af Guði fæddir fyrir trú á Krist.

Annað Jóhannesarbréf er svipað hinu fyrsta. Í því gleðst Jóhannes yfir trúfestu barna hinnar „útvöldu frúar.“

Í þriðja Jóhannesarbréfi er farið viðurkenningarorðum um Gajus nokkurn fyrir dyggðuga breytni og hjálp hans við þá sem lifa í sannleikanum.

Jóhannesarguðspjall

Í þessari bók Nýja testamentis vitnar Jóhannes postuli um að (1) Jesús sé Kristur eða Messías og (2) Jesús sé sonur Guðs (Jóh 20:31). Þeir atburðir úr lífi Jesú sem hann lýsir eru vandlega valdir og þeim raðað með þetta takmark í huga. Bókin byrjar með yfirlýsingu um stöðu Krists í fortilverunni; hann var með Guði, hann var Guð og hann var skapari allra hluta. Hann fæddist í holdinu sem eingetinn sonur föðurins. Jóhannes rekur feril þjónustu Jesú, með mikilli áherslu á guðlegt eðli hans og upprisu frá dauðum. Hann staðfestir skilmerkilega að Jesús sé sonur Guðs, sem staðfest er með kraftaverkum, með vitnum, með spámönnunum og með eigin orðum Krists. Jóhannes kennir með andstæðum ljóss og skugga, sannleiks og villu, góðs og ills, Guðs og djöfuls. Ef til vill er helgi Jesú og sviksemi stjórnenda Gyðinga hvergi eins skilmerkilega tíunduð og í þessu verki

Jóhannes ritaði aðallega um þjónustu Jesú í Júdeu, sérstaklega síðustu vikuna í jarðneskri þjónustu hans, en Matteus, Markús og Lúkas greindu aftur á móti mest frá þjónustu hans í Galíleu. Allmörg atriði úr guðspjalli hans hafa verið útskýrð í síðari daga opinberunum (K&S 7 og K&S 88:138–141).

Varðandi lista yfir atburði í lífi frelsarans sem sagt er frá í Jóhannesarguðspjalli, sjá Samræmi guðspjallana í Viðaukanum.

Opinberunarbókin