Hin dýrmæta perla
Guðsríki á jörðu er líkt við dýrmæta perlu (Matt 13:45–46).
Hin dýrmæta perla er einnig nafn á einni af fjórum aðalritningunum sem nefnast helgirit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Fyrsta útgáfa Hinnar dýrmætu perlu kom út 1851 og hafði að geyma nokkuð af því efni sem nú er í Kenningu og sáttmálum. Útgáfur gefnar út eftir 1902 hafa að geyma (1) útdrátt úr þýðingu Josephs Smith á Genesis, kölluð Bók Móse, og úr 24. kapítula Matteusarguðspjalls, kallað Joseph Smith — Matteus; (2) þýðingu Josephs Smith á egypskum papýrus sem hann fékk í hendur 1835, kölluð Bók Abrahams; (3) útdrátt úr sögu kirkjunnar eftir Joseph Smith sem hann ritaði 1838, kölluð Joseph Smith — Saga; og (4) Trúaratriði, þrettán yfirlýsingar um trú og kenningu.