Flokkur manna í Mormónsbók og voru margir þeirra afkomendur spámannsins Nefís sem var sonur Lehís. Þeir aðgreindu sig frá Lamanítum og voru yfirleitt réttlátari en Lamanítar. Þeim var þó að lokum útrýmt af Lamanítum vegna ranglætis.
Nefítar aðgreindust frá Lamanítum, 2 Ne 5:5–17 .
Allir þeir sem ekki voru Lamanítar töldust Nefítar, Jakob 1:13 .
Nefítar fylgdu betri málstað, Al 43:6–9, 45 .
Nefítar voru aldrei hamingjuríkari en á tímum Morónís, Al 50:23 .
Nefítum var bjargað vegna bæna hinna réttlátu, Al 62:40 .
Nefítum tók að hnigna í trúleysi, He 6:34–35 .
Jesús kenndi og þjónaði meðal Nefíta, 3 Ne 11:1–28:12 .
Allir snerust til trúar á Drottin og áttu allt sameiginlega, 4 Ne 1:2–3 .
Engar deilur urðu, kærleikur Guðs bjó í hjörtum þeirra og þeir voru hamingjusamastir allra, 4 Ne 1:15–16 .
Nefítar tóku að gjörast hrokafullir og hégómlegir, 4 Ne 1:43 .
Manndráp og blóðbað breiddist út um allt landið, Morm 2:8 .
Ranglæti Nefíta fór vaxandi og Mormón neitaði að leiða þá, Morm 3:9–11 .
Allir Nefítar, að tuttugu og fjórum undanskildum, voru drepnir, Morm 6:7–15 .
Allir Nefítar sem ekki fengust til að afneita Kristi voru teknir af lífi, Moró 1:2 .
Nefítum var útrýmt vegna misgjörða þeirra og viðurstyggðar, K&S 3:18 .
Verið á verði gegn ofurdrambi, svo að þér verðið ekki eins og Nefítar til forna, K&S 38:39 .