Tungur, gjöf tungutals Sjá einnig Gjafir andans; Tunga Gjöf frá heilögum anda sem leyfir innblásnum einstaklingum að tala, skilja og túlka annarlegar tungur. Vér höfum trú á gjöf til að tala tungum (TA 1:7). Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, Post 2:4. Sá, sem talar tungum, talar ekki við menn, heldur við Guð, 1 Kor 14:1–5, 27–28. Tungutalið er til tákns hinum vantrúuðu, 1 Kor 14:22–28. Þá kemur skírn eldsins og heilags anda, og þá getið þér talað með englatungu, 2 Ne 31:13–14. Amalekí hvatti alla menn til að trúa á tungutalsgáfu, Omní 1:25. Sumum er gefið að tala tungum, öðrum túlkun tungna, K&S 46:24–25 (1 Kor 12:10; Moró 10:8, 15–16). Lát tungutalsgjöf verða úthellt, K&S 109:36.