Eilíft líf Sjá einnig Friðþægja, friðþæging; Himnesk dýrð; Kóróna; Líf; Upphafning Að lifa að eilífu sem fjölskyldur í návist Guðs (K&S 132:19–20, 24, 55). Eilíft líf er stærsta gjöf Guðs til manna. Þú hefur orð eilífs lífs, Jóh 6:68. Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og Jesú Krist, Jóh 17:3 (K&S 132:24). Berjist hinni góðu baráttu trúarinnar, öðlist eilíft líf, 1 Tím 6:12. Mönnum er frjálst að velja frelsi og eilíft líf, 2 Ne 2:27 (He 14:31). Að vera andlega sinnaður er eilíft líf, 2 Ne 9:39. Þá eruð þér á þrönga veginum sem liggur til eilífs lífs, 2 Ne 31:17–20. Að trúa á Krist og standast allt til enda er hið eilífa líf, 2 Ne 33:4 (3 Ne 15:9). Sá sem á eilíft líf er ríkur, K&S 6:7 (K&S 11:7). Eilíft líf er mest allra gjafa Guðs, K&S 14:7 (Róm 6:23). Hinir réttlátu uppskera frið í þessum heimi og eilíft líf í komanda heimi, K&S 59:23. Þeir sem standast allt til enda eignast kórónu eilífs lífs, K&S 66:12 (K&S 75:5). Allir sem deyja án fagnaðarerindisins en hefðu meðtekið það ef þeir hefðu lifað þann tíma, verða erfingjar hins himneska ríkis, K&S 137:7–9. Verk Guðs og dýrð er að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika, HDP Móse 1:39. Guð gefur þeim eilíft líf, sem hlýðnast, HDP Móse 5:11.