Óréttlátur, óréttlæti Sjá einnig Óguðlegur; Óhreinindi; Ranglátur, ranglæti; Réttlátur, réttlæti; Synd Ranglátur, óheiðarlegur; fólk sem ekki elskar Guð eða það sem Guðs er og styður ekki málstað hans. Ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa, 1 Kor 6:9–10. Þeir sem hafa velþóknun á ranglætinu verða dæmdir, 2 Þess 2:12. Jesús Kristur getur hreinsað okkur af öllu ranglæti, 1 Jóh 1:9. Ranglátur konungur snýr leiðum alls réttlætis til villu, Mósía 29:23. Grundvöllur tortímingar er lagður af óréttlátum lögfræðingum og dómurum, Al 10:27. Ég sendi yður til að ávíta heiminn fyrir öll óréttlát verk hans, K&S 84:87. Sálina verður að hreinsa af öllu óréttlæti, K&S 88:17–18. Það er tilhneiging nánast allra manna, samstundis að beita óréttlátum yfirráðum, K&S 121:39.