Algjör, heill og fullþroska; algerlega réttlátur. Fullkominn getur einnig merkt án syndar eða illsku. Kristur einn var algerlega fullkominn. Sannir fylgjendur Krists geta orðið fullkomnir fyrir náð hans og friðþægingu.
Verið því fullkomnir eins og faðir yðar á himnum, Matt 5:48 (3 Ne 12:48 ).
Hrasi einhver maður ekki í orði, þá er hann maður fullkominn, Jakbr 3:2 .
Trú er ekki fullkomin þekking á hlutum, Al 32:21, 26 .
Friðþægingin var gjörð svo að Guð gæti verið fullkominn Guð, Al 42:15 .
Moróní var maður með fullkomna skynsemi, Al 48:11–13, 17–18 .
Andi Krists er gefinn hverjum manni, svo að hann geti vitað með fullkominni vissu hvort eitthvað er frá Guði eða djöflinum, Moró 7:15–17 .
Komið til Krists, fullkomnist í honum, Moró 10:32 .
Haldið áfram í þolinmæði, þar til þér eruð fullkomnaðir, K&S 67:13 .
Þetta eru þeir, sem eru réttvísir menn, fullkomnir gjörðir fyrir Jesú, K&S 76:69 .
Embættin í kirkjunni eru til fullkomnunar hinum heilögu, K&S 124:143 (Ef 4:11–13 ).
Hinir lifandi eru ekki fullkomnir án sinna dánu, K&S 128:15, 18 .