Blekking, blekkja Sjá einnig Lygar; Svik Í ritningunum táknar að blekkja að fá einhvern til að trúa því sem ekki er satt. Sá sem eigi vinnur rangan eið mun stíga upp á fjall Drottins, Sálm 24:3–4. Bjarga mér frá svikulum, Sálm 43:1. Vei þeim, sem kalla hið illa gott og hið góða illt, Jes 5:20 (2 Ne 15:20). Enginn dragi sjálfan sig á tálar, 1 Kor 3:18. Enginn tæli yður með marklausum orðum, Ef 5:6. Vondir menn munu blekkja og verða blekktir, 2 Tím 3:13. Satan, sem blekkti alla heimsbyggðina, var varpað niður, Op 12:9. Satan var bundinn svo hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, Op 20:1–3. Ekki er hægt að blekkja Drottin, 2 Ne 9:41. Ef þér fylgið syninum, án þess að hræsna fyrir Guði, munuð þér meðtaka heilagan anda, 2 Ne 31:13. Serem játaði að hann hefði látið blekkjast af valdi djöfulsins, Jakob 7:18. Þjóð Nóa konungs lét blekkjast af faguryrðum, Mósía 11:7. Hinir vitru hafa tekið heilagan anda sér til leiðsagnar og ekki látið blekkjast, K&S 45:57. Vei þeim sem eru hræsnarar, K&S 50:6. Hann varð Satan, faðir allra lyga, til að blekkja og blinda menn, HDP Móse 4:4.