Velferð Sjá einnig Fasta; Fátækur; Fórnargjöf; Þjónusta; Ölmusa Að annast andlegar og stundlegar þarfir manna. Þú skalt fúslega upp ljúka hendi þinni fyrir bróður þínum, fyrir þurfamanninum og hinum fátæka í landi þínu, 5 Mós 15:11. Sá sem gefur fátækum, líður engan skort, Okv 28:27. Sú fasta, sem mér líkar, er að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, Jes 58:6–7. Hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta; gestur var ég og þér hýstuð mig. Allt sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér, Matt 25:35–40. Gefið hinum þurfandi af eigum yðar, Mósía 4:16–26. Þeir létu af hendi rakna hver til annars, jafnt í stundlegum sem andlegum efnum, í samræmi við þarfir þeirra og nauðsyn, Mósía 18:29. Þeim var boðið að sameinast í föstu og bæn fyrir velferð þeirra sem ekki þekktu Guð, Al 6:6. Biðjið fyrir velferð ykkar og einnig velferð þeirra, sem umhverfis ykkur eru, Al 34:27–28. Allt var sameign þeirra, 4 Ne 1:3. Minnist hinna fátæku, K&S 42:30–31. Vitjið hinna fátæku og þurfandi, K&S 44:6. Minnist í öllu hinna fátæku og þurfandi, K&S 52:40. Vei yður, ríku menn, sem ekki viljið gefa eigur yðar til fátækra, og vei yður þér fátæku sem ekki eruð ánægðir og ekki viljið vinna, K&S 56:16–17. Meðal íbúa Síonar var enginn fátækur, HDP Móse 7:18.