Meðalgöngumaður Sjá einnig Friðþægja, friðþæging; Jesús Kristur Sá sem talar máli einhvers, er meðalgangari. Jesús Kristur er meðalgöngumaður milli Guðs og manna. Friðþæging hans opnaði mönnum leið til að iðrast synda sinna og sættast við Guð. Enginn kemur til föðurins nema fyrir Jesú Krist, Jóh 14:6. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, 1 Tím 2:5. Jesús er meðalgangari betri sáttmála, Hebr 8:6 (Hebr 9:15; 12:24; K&S 107:19). Hinn helgi Messías mun hafa meðalgöngu fyrir öll mannanna börn, 2 Ne 2:9 (Jes 53:12; Mósía 14:12). Þér skuluð líta til hins mikla meðalgöngumanns, 2 Ne 2:27–28. Vér erum fullkomnir gjörðir fyrir Jesú, meðalgöngumann hins nýja sáttmála, K&S 76:69.