Míkael Sjá einnig Adam; Erkiengill Nafnið sem Adam bar í fortilverunni. Hann er kallaður erkiengillinn. Á Hebresku táknar nafnið „Sem er Guði líkur.“ Míkael, einn af fremstu verndarenglunum, kom Daníel til hjálpar, Dan 10:13, 21 (K&S 78:16). Á síðustu dögum mun Míkael, hinn mikli verndarengill, fram ganga, Dan 12:1. Míkael, erkiengillinn átti í orðadeilu við djöfulinn, Júd 1:9. Míkael og englar hans fóru að berjast við drekann, Op 12:7 (Dan 7). Míkael er Adam, K&S 27:11 (K&S 107:53–57; 128:21). Míkael, erkiengill Drottins, mun þeyta básúnu sína, K&S 29:26. Míkael mun safna saman herjum sínum og berjast við Satan, K&S 88:112–115. Rödd Míkaels heyrðist er hann afhjúpaði djöfulinn, K&S 128:20.