Deilur Sjá einnig Uppreisn Ósætti, rifrildi og ágreiningur. Deilur, sérstaklega meðal meðlima kirkju Drottins eða innan fjölskyldu, eru ekki Drottni að skapi. Engin misklíð sé milli mín og þín, 1 Mós 13:8. Með hroka vekja menn aðeins þrætur, Okv 13:10. Ef einhver hefur sök á hendur öðrum, fyrirgefið eins og Drottinn fyrirgefur, Kól 3:13. Forðast heimskulegar þrætur og stælur, Títus 3:9. Drottinn hefur boðið að menn skuli ekki standa í illdeilum, 2 Ne 26:32. Þér munuð ekki leyfa að börn yðar sláist og munnhöggvist hvert við annað, Mósía 4:14. Alma mælti svo fyrir að engar deilur skyldu vera meðal meðlima kirkjunnar, Mósía 18:21. Satan útbreiðir orðróm og deilur, He 16:22. Djöfullinn er faðir sundrungar og egnir menn til deilna, 3 Ne 11:29 (Mósía 23:15). Stofnsetjið fagnaðarerindi mitt og dragið úr deilum, K&S 10:62–64. Leggið niður allar þrætur yðar á meðal, K&S 136:23.