Vald Sjá einnig Kraftur; Köllun, kallaður af Guði; Lyklar prestdæmisins; Prestdæmi; Vígja, vígsla Heimild veitt mönnum á jörðu sem kallaðir eru eða vígðir til að starfa í umboði Guðs föðurins eða Jesú Krists að málefnum Guðs. Ég hef sent þig, 2 Mós 3:12–15. Þú skalt tala allt sem ég býð þér, 2 Mós 7:2. Hann gaf lærisveinunum tólf vald, Matt 10:1. Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður [og vígt yður, skv. Biblíuþýðingu Jakobs konungs], Jóh 15:16. Nefí og Lehí prédikuðu með miklum krafti og valdi, He 5:18. Nefí, sonur Helamans, var maður Guðs, sem fengið hafði mikinn kraft og vald frá Guði, He 11:18 (3 Ne 7:17). Jesús veitti Nefítunum tólf kraft og vald, 3 Ne 12:1–2. Joseph Smith var kallaður af Guði og vígður, K&S 20:2. Enginn skal prédika fagnaðarerindi mitt eða reisa kirkju mína nema hann sé vígður, og kirkjunni sé kunnugt um að hann hafi það vald, K&S 42:11. Öldungar skulu boða fagnaðarerindið og starfa með því valdi, sem þeim var veitt, K&S 68:8. Melkísedeksprestdæmið hefur vald til að starfa að andlegum málum, K&S 107:8, 18–19. Allt sem gjört er með guðlegu valdi verður lögmál, K&S 128:9. Sá sem prédikar eða framkvæmir helgiathafnir fyrir Guð verður að vera kallaður af Guði af þeim sem vald hafa, TA 1:5.