Dómgreind, dómgreindargáfa Sjá einnig Gjafir andans Að skilja og vita eitthvað með krafti andans. Dómgreindargáfan er ein af gjöfum andans. Hún felur í sér að skynja hina sönnu eiginleika fólks og uppsprettu og merkingu andlegra opinberana. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað, 1 Sam 16:7. Vei þeim, sem kalla hið illa gott, Jes 5:20 (2 Ne 15:20). Það sem Guðs er dæmist andlega, 1 Kor 2:14. Sumum er gefinn hæfileikinn að greina anda, 1 Kor 12:10. Ammon skynjaði hugsanir hans, Al 18:18. Hin lágværa rödd smaug að hjartarótum þeirra sem heyrðu, 3 Ne 11:3. Leitið hinna bestu gjafa, svo að þér verðið eigi blekktir, K&S 46:8, 23. Kirkjuleiðtogum er gefinn kraftur til að greina gjafir andans, K&S 46:27. Sá líkami sem er fullur af ljósi, skynjar allt, K&S 88:67. Móse greindi jörðina með anda Guðs, HDP Móse 1:27.