Trú, trúa Sjá einnig Átrúnaður; Jesús Kristur; Treysta; Vantrú Að trúa á einhvern eða viðurkenna eitthvað sem sannleika. Menn verða að iðrast og trúa á Jesú Krist til þess að frelsast í Guðsríki (K&S 20:29). Treystið Drottni, Guði yðar; trúið spámönnum hans, 2 Kro 20:20. Daníel sakaði ekki í ljónagryfjunni vegna guðstrúar hans, Dan 6:23. Verði þér sem þú trúir, Matt 8:13. Allt sem þér biðjið í bæn yðar, munuð þér öðlast, ef þér trúið, Matt 21:22. Óttast ekki, trú þú aðeins, Mark 5:36. Sá getur allt sem trúir, Mark 9:23–24. Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða, Mark 16:16 (2 Ne 2:9; 3 Ne 11:33–35). Sá sem trúir á soninn hefur eilíft líf, Jóh 3:16, 18, 36 (Jóh 5:24; K&S 10:50). Vér trúum og vitum, að þú ert hinn heilagi Guðs, Jóh 6:69. Sá sem trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja, Jóh 11:25–26. Vér, sem trú höfum tekið, göngum inn til hvíldarinnar, Hebr 4:3. Trúið á Jesú Krist og elskið hver annan, 1 Jóh 3:23. Engum mun hann tortíma, sem á hann trúir, 2 Ne 6:14. Gyðingar munu ofsóttir uns þeim lærist að trúa á Krist, 2 Ne 25:16. Ef þér trúið öllu þessu, sýnið það þá í verki, Mósía 4:10. Sonurinn mun taka á sig brot þeirra sem á nafn hans trúa, Al 11:40. Blessaðir eru þeir, sem auðmýkja sig án þess að vera neyddir til auðmýktar, Al 32:16. Ef þér eigið örlitla löngun til að trúa, látið þá undan þeirri löngun, Al 32:27. Ef þér trúið á nafn hans, þá munuð þér iðrast, He 14:13. Sá sem trúir á Krist trúir einnig á föðurinn, 3 Ne 11:35. Aldrei hefur nokkur maður trúað á Drottin eins og bróðir Jareds gerði, Et 3:15. Allt sem hvetur til trúar á Krist, er sent fyrir kraft og gjöf Krists, Moró 7:16–17. Þeim sem trúa á Drottin mun gefin opinberun anda hans, K&S 5:16. Þeir sem trúa á nafn Drottins verða Guðs synir, K&S 11:30 (Jóh 1:12). Sumum er gefið að trúa orðum annarra, K&S 46:14. Tákn fylgja þeim sem trúa, K&S 58:64 (K&S 63:7–12). Þeir sem trúa, iðrast og láta skírast meðtaka heilagan anda, HDP Móse 6:52.