Asa
Í Gamla testamenti, þriðji konungur Júdeu. Í ritningunum er skráð að „hjarta Asa var óskipt gagnvart Drottni alla ævi hans“ (1 Kon 15:14). Í stjórnartíð sinni kom hann upp vel búnum her, aflétti oki Eþíópíumanna, fjarlægði skurðgoð og bauð fólki að gjöra sáttmála um að leita Jehóva (1 Kon 15–16; 2 Kro 14–16). En þegar hann veiktist í fæti leitaði hann ekki hjálpar Drottins og dó (1 Kon 15:23–24; 2 Kro 16:12–13).