Frjáls, frelsi Sjá einnig Ánauð; Lýðfrelsi; Sjálfræði Hæfni eða geta til þess að taka persónulegar ákvarðanir án þvingunar. Í andlegum skilningi, er sá sem iðrast og fer að vilja Guðs laus við fjötra syndar vegna friðþægingar Jesú Krists (Mósía 5:8). Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa, Jóh 8:32. Þeir sem eru leystir frá syndinni hljóta eilíft líf, Róm 6:19–23. Réttlát grein Ísraelsættar mun færð úr fjötrum til frelsis, 2 Ne 3:5. Þeir ákölluðu Drottin fyrir frelsi sínu, Al 43:48–50. Moróní gladdist yfir frelsi lands síns, Al 48:11. Andi Guðs er andi frelsis, Al 61:15. Fylgið mér og þið munuð verða frjáls þjóð, K&S 38:22.