Að njóta friðar og frelsis frá áhyggjum og öngþveiti. Drottinn hefur heitið trúföstum fylgjendum sínum slíkri hvíld hér í þessu lífi. Hann hefur og undirbúið þeim hvíldarstað í næsta lífi.
Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld, Matt 11:28–29 .
Við hvöttum til að þeir gætu gengið inn til hvíldar hans, Jakob 1:7 (Hebr 4:1–11 ).
Hver sem iðrast mun ganga inn til hvíldar minnar, Al 12:34 .
Ákaflega margir urðu hreinir og gengu inn til hvíldar Drottins, Al 13:12–16 .
Paradís er ríki hvíldar, Al 40:12 (Al 60:13 ).
Enginn gengur inn til hvíldar hans nema þeir sem hafa laugað klæði sín í blóði mínu, 3 Ne 27:19 .
Boða fólki þessu iðrun, svo að þú megir hvílast með þeim í ríki föður míns, K&S 15:6 (K&S 16:6 ).
Þeir sem deyja skulu hvílast frá öllu erfiði, K&S 59:2 (Op 14:13 ).
Hvíld Drottins er fylling dýrðar hans, K&S 84:24 .