Vantrú Sjá einnig Trú, trúa Skortur á trú á Guð og fagnaðarerindi hans. Og hann gjörði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra, Matt 13:58. Vegna vantrúar sinnar gátu lærisveinar Jesú ekki rekið út illan anda, Matt 17:14–21. Hjálpa þú vantrú minni, Mark 9:23–24. Jesús ávítaði postula sína fyrir vantrú þeirra og harðúð hjartans, Mark 16:14. Mundi ótrúmennska þeirra að engu gjöra trúfesti Guðs, Róm 3:3. Betra er að einn maður farist en að heilli þjóð hnigni og hún farist í vantrú, 1 Ne 4:13. Þegar sá tími kemur að þeim mun hnigna í vantrú, mun hann láta stökkva þeim á dreif og ljósta þá, 2 Ne 1:10–11 (K&S 3:18). Vegna trúleysis síns skildu þeir ekki orð Guðs, Mósía 26:1–5. Vegna vantrúar Gyðinga gat ég ekki sýnt þeim jafn mikil kraftaverk, 3 Ne 19:35. Hugur yðar hefur áður fyrr verið myrkvaður vegna vantrúar, K&S 84:54–58.