Námshjálp
Efesusmenn, bréfið til þeirra


Efesusmenn, bréfið til þeirra

Í Nýja testamenti, bréf ritað af Páli postula til hinna heilögu í Efesus. Bréfið hefur mikið gildi, þar sem í því er kenning Páls um kirkju Krists.

Fyrsti kapítuli geymir almenna kveðju. Annar og þriðji kapítuli skýra þá breytingu sem verður á mönnum er þeir ganga í kirkjuna — þeir verða samborgarar hinna heilögu, Þjóðirnar og Gyðingar sameinuð í einni kirkju. Fjórði til sjötti kapítuli greina frá verksviði postula og spámanna, nauðsyn einingar, og nauðsyn þess að íklæðast alvæpni Guðs.