Lækna, lækningar Sjá einnig Smyrja; Þjónusta við sjúka Að gjöra heilbrigðan eða hraustan á ný, bæði líkamlega og andlega. Ritningarnar greina frá mörgum tilvikum kraftaverkalækninga Drottins og þjóna hans. Ég er Drottinn, græðari þinn, 2 Mós 15:26. Naaman dýfði sér sjö sinnum í ána Jórdan og læknaðist, 2 Kon 5:1–14. Fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir, Jes 53:5 (Mósía 14:5). Réttlætissólin mun upp renna með græðslu undir vængjum, Mal 4:2. Jesús læknaði hvers kyns sjúkdóm, Matt 4:23 (Matt 9:35). Hann gaf þeim vald að lækna hvers kyns sjúkdóm, Matt 10:1. Hann hefur sent mig til að boða blindum að þeir skuli aftur fá sýn, Lúk 4:18. Þeir urðu heilir fyrir kraft Guðslambsins, 1 Ne 11:31. Ef þú trúir á endurlausn Guðs, þá er hægt að lækna þig, Al 15:8. Hann læknaði þá hvern og einn, 3 Ne 17:9. Sá sem hefur trú á mér til að læknast, hann skal heill verða, K&S 42:48. Í mínu nafni munu þeir lækna sjúka, K&S 84:68. Vér höfum trú á gjöf lækninga, TA 1:7.