Hinn smurði Sjá einnig Jesús Kristur; Messías Jesús er kallaður Kristur (grískt orð) eða Messías (aramiskt orð). Bæði orðin merkja „hinn smurði.“ Hann er sá sem smurður var af föðurnum til þess að vera persónulegur fulltrúi föðurins í öllu er varðar sáluhjálp mannkyns. Drottinn hefur smurt mig, Jes 61:1–3. Hann hefur smurt mig til þess að prédika fagnaðarerindið, Lúk 4:16–22. Jesús var smurður af Guði föðurnum, Post 4:27. Guð smurði Jesú frá Nasaret, Post 10:38.