Lögmál
Boðorð eða reglur Guðs sem allar blessanir og refsingar byggjast á bæði á himni og jörðu. Þeir sem hlýða lögmálum Guðs öðlast fyrirheitnar blessanir. Spámaðurinn Joseph Smith kenndi að menn skyldu einnig hlýða, heiðra og styðja lög landsins (TA 1:12).
Móselögmálið var undirbúningslögmál til að leiða menn og konur til Krists. Það var lögmál takmarkana, fyrirmæla og helgiathafna. Nú á tímum er lögmál Krists, sem uppfyllti lögmál Móse, fylling fagnaðarerindisins eða „hið fullkomna lögmál frelsisins“ (Jakbr 1:25).