Standast Sjá einnig Andstreymi; Freista, freisting; Þolinmæði, þolgæði Að vera staðfastur í þeim ásetningi að fylgja boðorðum Guðs þrátt fyrir freistingar, andstöðu og mótlæti. Sá sem staðfastur er allt til enda mun hólpinn verða, Matt 10:22 (Mark 13:13). Þeir hafa enga rótfestu og standast ekki, Mark 4:17. Kærleikurinn umber allt, 1 Kor 13:7. Abraham öðlaðist það, sem Guð hafði heitið honum er hann hafði beðið þess með stöðuglyndi, Hebr 6:15. Standi þeir stöðugir allt til enda, mun þeim lyft upp á efsta degi, 1 Ne 13:37. Ef þið hlýðnist boðorðunum og standið stöðugir allt til enda, munið þið frelsast á efsta degi, 1 Ne 22:31 (Al 5:13). Ef þér sækið fram, endurnærðir af orði Krists og standið stöðugir allt til enda öðlist þér eilíft líf, 2 Ne 31:20 (3 Ne 15:9; K&S 14:7). Hver sem tekur á sig mitt nafn og stendur stöðugur allt til enda, mun hólpinn á efsta degi, 3 Ne 27:6. Hvern þann sem er í kirkju minni og er trúr henni allt til enda mun ég veita fótfestu á bjargi mínu, K&S 10:69. Sá sem stendur stöðugur í trúnni mun sigra heiminn, K&S 63:20, 47. Öll hásæti og herradómar munu veitast öllum þeim sem hugdjarfir hafa staðið stöðugir í fagnaðarerindi Jesú Krists, K&S 121:29.