Illt umtal Sjá einnig Deilur; Lygar; Orðrómur; Slúður Að segja það sem er rangt, særandi og siðlaust. Oft í ritningunum beinist slíkt tal að mönnum með þeim ásetningi að valda þeim þjáningu. Varðveit tungu þína frá illu og varir þínar frá svikatali, Sálm 34:14 (1 Pét 3:10). Varmennið grefur óheillagröf, Okv 16:27. Sælir eruð þér, þá er menn ljúga á yður öllu illu, Matt 5:11 (3 Ne 12:11). Frá hjartanu koma illar hugsanir, Matt 15:19 (Mark 7:21). Þú skalt ekki illmæla höfðingja lýðs þíns, Post 23:5. Lát hvers konar lastmæli vera fjarlæg yður, Ef 4:31. Talið ekki illa hver um annan, Jakbr 4:11. Sjá um að ekki tíðkist rógur, né illt umtal, K&S 20:54.