Auðmjúkur, auðmýkt Sjá einnig Drambsemi; Fátækur; Hógvær, hógværð; Sundurkramið hjarta; Veikleiki Að gjöra mildan og námfúsan, eða vera mildur og námfús. Auðmýkt felur í sér að viðurkenna hversu háðir vér erum Guði og þrá til að fara að vilja hans. Guð leiddi þig fjörutíu ár í eyðimörkinni til þess að gjöra þig auðmjúkan og láta reyna á þig, 5 Mós 8:2. Ég þjáði mig með föstu, Sálm 35:13. Betri er fátækur og vitur unglingur en gamall konungur heimskur, Préd 4:13. Drottinn dvelur með hinum auðmjúka, Jes 57:15. Hver sem auðmýkir sjálfan sig eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki, Matt 18:4. Sá sem auðmýkir sjálfan sig skal upp hafinn verða, Matt 23:12 (Lúk 14:11; 18:14). Jesús lægði sjálfan sig og var hlýðinn allt til dauða, Fil 2:8 (Lúk 22:42; 23:46). Guð stendur gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð, 1 Pét 5:5–6 (2 Ne 9:42). Sýnið auðmýkt, já dýpstu auðmýkt, Mósía 4:11 (2 Ne 9:42; 3 Ne 12:2). Hafið þér verið nægilega auðmjúkir, Al 5:27–28. Auðmjúkari hluti þjóðarinnar varð styrkari í auðmýkt sinni, He 3:33–35. Ég gef mönnum veikleika, svo að þeir verði auðmjúkir, Et 12:27. Auðmýkt er forsenda skírnar, K&S 20:37. Auðmýkið yður fyrir mér og þér munuð sjá mig og vita að ég er, K&S 67:10. Ver auðmjúkur og Drottinn mun svara bænum þínum, K&S 112:10. Lát þann sem fáfróður er öðlast visku með því að vera auðmjúkur, K&S 136:32. Andi minn er sendur út í heiminn til að upplýsa auðmjúka, K&S 136:33.