Leyndardómar Guðs eru andlegur sannleikur sem aðeins fæst vitneskja um með opinberun. Guð opinberar leyndardóma sína þeim sem eru hlýðnir fagnaðarerindinu. Sumir leyndardóma Guðs hafa enn ekki verið opinberaðir.
Yður er gefið að þekkja leynda dóma himnaríkis, Matt 13:11 .
Þótt ég vissi alla leyndardóma en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt, 1 Kor 13:2 .
Nefí átti mikla þekking á leyndardómum Guðs, 1 Ne 1:1 .
Mörgum er gefið að þekkja leyndardóma Guðs, Al 12:9 .
Slíkum er gefið að þekkja leyndardóma Guðs, Al 26:22 .
Mér hafa ekki að fullu verið kunngjörðir þessir leyndardómar, Al 37:11 .
Marga leyndardóma veit enginn maður, aðeins Guð einn, Al 40:3 .
Sjá, hversu mikill leyndardómur guðleikans er, K&S 19:10 .
Ef þú munt spyrja, munt þú hljóta opinberun og þekkja leyndardóma ríkisins, K&S 42:61, 65 (1 Kor 2:7, 11–14 ).
Þeim sem heldur boðorð mín, mun ég gefa leyndardóma ríkis míns, K&S 63:23 .
Þeim mun ég opinbera alla leyndardóma, K&S 76:7 .
Æðra prestdæmið heldur lyklinum að leyndardómum ríkisins, K&S 84:19 .
Við komu sína mun Drottinn opinbera leynda hluti sem enginn maður þekkir, K&S 101:32–33 .
Prestdæmi Melkísedeks nýtur þess réttar að meðtaka leyndardóma himnaríkis, K&S 107:19 .