Eiður og sáttmáli Prestdæmisins
Eiður er svarin yfirlýsing um að halda loforð sitt í heiðri. Sáttmáli er hátíðlegt loforð tveggja aðila. Aronsprestdæmi taka menn einvörðungu við með sáttmála. Þeir sem hljóta Melkísedeksprestdæmið taka við því með þöglum eiði auk sáttmála. Þegar prestdæmishafar eru trúir og efla köllun sína eins og Guð vísar þeim til, blessar hann þá. Þeim sem eru staðfastir allt til enda og gjöra allt sem Guð ætlar þeim að gjöra mun gefast allt sem faðirinn á (K&S 84:33–39).