Námshjálp
Nefí, sonur Lehís


Nefí, sonur Lehís

Í Mormónsbók, réttlátur sonur Lehís og Saríu (1 Ne 1:1–4; 2:5). Nefí átti sterka trú á orð Guðs (1 Ne 3:7) og varð mikill spámaður, sagnaritari og leiðtogi þjóðar sinnar.

Fyrsta bók Nefís

Kapítular 1–18:8 fjalla mest um spámanninn Lehí og fjölskyldu hans er þau yfirgefa Jerúsalem. Þau ferðast um hrjóstugar eyðimerkur uns þau ná til sjávar. 1 Nefí 18:9–23 segir frá ferð þeirra til fyrirheitins lands, svo sem Drottinn hafði boðið, þrátt fyrir uppreisn Lamans og Lemúels. Kapítular 19–22 segja frá tilgangi Nefís með því að rita heimildaskrár (1 Ne 6; 19:18) — til þess að sannfæra alla um mikilvægi þess að minnast Drottins lausnara síns. Hann vitnaði í Jesaja (1 Ne 20–21) og útskýrði boðskap Jesaja í þeirri von að allir mættu fá að vita að Jesús Kristur er frelsari þeirrra og lausnari (1 Ne 22:12).

Önnur bók Nefís

Kapítular 1–4 geyma nokkrar af síðustu kenningum og spádómum Lehís fram að dauða hans, þar á meðal blessanir hans til sona sinna og afkomenda þeirra. Kapítuli 5 útskýrir hvers vegna Nefítar aðgreindu sig frá Lamanítum. Nefítarnir reistu musteri, kenndu lögmál Móse og héldu heimildaskrár. Kapítular 6–10 geyma orð Jakobs, yngri bróður Nefís. Jakob rifjaði upp sögu Júda og spáði um Messías og var sumt af því úr ritum Jesaja. Í kapítulum 11–33 skráði Nefí vitnisburð sinn um Krist, vitnisburð Jakobs, spádóma um síðustu daga og nokkra kapítula úr bók Jesaja í Gamla testamentinu.

Plötur Nefís