Örugg vænting og löngun eftir blessunum réttlætisins, sem lofað hefur verið. Ritningarnar tala oft um von sem tilhlökkun eftir eilífu lífi vegna trúar á Jesú Krist.
Blessaður er sá maður, sem reiðir sig á Drottin, Jer 17:7 .
Drottinn verður athvarf sínum lýð, Jóel 3:21 .
Fyrir þolgæði og huggun ritninganna höldum vér von vorri, Róm 15:4 .
Guð hefur endurfætt oss til lifandi vonar, fyrir upprisu Jesú Krists, 1 Pét 1:3 .
Hver maður sem hefur þessa von til hans hreinsar sjálfan sig, 1 Jóh 3:2–3 .
Þér verðið að sækja fram, í fullkomnu vonarljósi, 2 Ne 31:20 .
Gætið þess að eiga trú, von og kærleika, Al 7:24 (1 Kor 13:13 ; Moró 10:20 ).
Ég óska þess að þér hlýðið á orð mín, og hafið von um að hljóta eilíft líf, Al 13:27–29 .
Ef þér trúið, þá hafið þér von um það, sem eigi er auðið að sjá, en er sannleikanum samkvæmt, Al 32:21 (Hebr 11:1 ).
Vonin sprettur af trú og er sálum mannanna sem akkeri, Et 12:4 (Hebr 6:17–19 ).
Maðurinn verður að vona, ella getur hann ekki hlotið arf, Et 12:32 .
Mormón talaði um trú, von og kærleika, Moró 7:1 .
Von yðar skal fólgin í friðþægingu Jesú Krists og í krafti upprisu hans, Moró 7:40–43 .
Heilagur andi fyllir oss von, Moró 8:26 (Róm 15:13 ).