Kam Sjá einnig Nói, patríarki í Biblíunni Í Gamla testamenti, þriðji sonur Nóa (1 Mós 5:32; 6:10; HDP Móse 8:12, 27). Nói, synir hans og fjölskyldur þeirra fóru um borð í örkina, 1 Mós 7:13. Kanaan, syni Kams, var bölvað, 1 Mós 9:18–25. Stjórn Kams var ættföðurleg og henni fylgdi blessun jarðarinnar og viskunnar en ekki hvað varðar prestdæmið, Abr 1:21–27. Kona Kams, Egyptus, var afkomandi Kains; synir dóttur þeirra Egyptusar settust að í Egyptalandi, Abr 1:23, 25 (Sálm 105:23; 106:21–22).