Fordæma, fordæming Sjá einnig Dómari, dómur; Lokadómur Að dæma eða vera dæmdur af Guði. Hrekkvísan mann fyrirdæmir Drottinn, Okv 12:2. Við erum agaðir af Drottni til þess að við verðum ekki dæmdir sekir ásamt heiminum, 1 Kor 11:32. Orð vor, verk og hugsanir munu dæma oss, Al 12:14. Ef menn vita hluti en fara ekki eftir þeim, geta þeir kallað yfir sig fordæmingu, He 14:19. Ef við hættum starfi okkar verðum við fordæmdir, Moró 9:6. Sá sem ekki fyrirgefur bróður sínum stendur fordæmdur frammi fyrir Drottni, K&S 64:9. Sá, sem syndgar gegn stærra ljósi, hlýtur þyngri dóm, K&S 82:3. Fordæming hvílir á kirkjunni í heild þar til þeir iðrast og minnast Mormónsbókar, K&S 84:54–57.