Að veita einhverjum guðlega náð. Sérhvað sem leiðir til sannrar hamingju, vellíðunar eða velmegunar er blessun.
Allar blessanir byggjast á eilífum lögmálum (K&S 130:20–21). Guð vill að börn hans finni gleði í lífinu (2 Ne 2:25) og því veitir hann þeim blessanir sem árangur af hlýðni þeirra við boðorð hans (K&S 82:10), í bænasvörum eða helgiathöfnum prestdæmis (K&S 19:38; 107:65–67), eða fyrir náð hans (2 Ne 25:23).