Eins og orðið er notað í ritningunum, stundum heyranlegur boðskapur talaður af Drottni eða sendiboðum hans. Rödd andans getur einnig verið óheyranleg og beinst að hjarta eða huga.
Hinir réttlátu fylgja rödd góða hirðisins, Jóh 10:1–16 .
Hver sem er af sannleikanum heyrir rödd mína, Jóh 18:37 .
Ég hlýddi rödd andans, 1 Ne 4:6–18 .
Rödd kom til mín og sagði: Enos, syndir þínar eru fyrirgefnar, Enos 1:5 .
Það var hljóðlát rödd, full af mildi, sem hvísl, er smaug inn í sjálfa sálina, He 5:29–33 (3 Ne 11:3–7 ).
Hvort sem það er sagt með minni eigin rödd eða með rödd þjóna minna, það gildir einu, K&S 1:38 .
Allt sem þeir segja, hvattir af heilögum anda, skal vera rödd Drottins, K&S 68:2–4 .
Sérhver sál sem hlýðir rödd minni, mun sjá ásjónu mína og vita að ég er, K&S 93:1 .