Stríð Sjá einnig Friður Orrusta eða hernaðarátök; vopnuð átök. Drottinn samþykkir stríð einungis sem lokaráð fyrir hina heilögu til að verja fjölskyldur sínar, eignir, rétt, réttindi, og frelsi (Al 43:9, 45–47). Moróní leitaðist við að verja fólk sitt, rétt sinn, land sitt, og trú sína, Al 48:10–17. Joseph Smith meðtók opinberun og spádóm um stríð, K&S 87. Hafnið stríði og boðið frið, K&S 98:16, 34–46. Vér álítum, að allir menn hafi rétt til að verja sig, vini sína og eignir og stjórnvöld, K&S 134:11. Vér trúum að hlýða beri lögunum, virða þau og styðja, TA 1:12.