Lífið á undan jarðlífinu. Allir, karlar og konur, lifðu hjá Guði sem andabörn hans áður en þau komu til jarðar sem dauðlegar verur. Þetta er stundum nefnt fyrsta tilverustigið (Abr 3:26 ).
Þegar Guð lagði hornstein jarðar, fögnuðu allir guðssynir, Job 38:4–7 .
Andinn hverfur aftur til Guðs sem gaf hann, Préd 12:7 .
Áður en ég myndaði þig í móðurkviði þekkti ég þig, Jer 1:4–5 .
Við erum öll hans ættar, Post 17:28 .
Drottinn valdi okkur fyrir grundvöllun heimsins, Ef 1:3–4 .
Vér eigum að vera undirgefnir föður andanna, Hebr 12:9 .
Englana sem ekki stóðust fyrsta stig sitt hefur hann geymt í ævarandi fjötrum, Júd 1:6 (Abr 3:26 ).
Djöflinum og englum hans var varpað niður, Op 12:9 .
Kristur leit yfir hina miklu víðáttu eilífðarinnar, áður en heimurinn varð til, K&S 38:1 .
Maðurinn var einnig í upphafi hjá Guði, K&S 93:29 (He 14:17 ; K&S 49:17 ).
Göfugir andar voru í upphafi útvaldir til að vera stjórnendur í kirkju Guðs, K&S 138:53–55 .
Margir hlutu fyrstu kennslu sína í ríki andanna, K&S 138:56 .
Allir hlutir voru skapaðir andlega áður en þeir voru á jörðu, HDP Móse 3:5 .
Ég gjörði heiminn og mennina áður en þeir voru í holdinu, HDP Móse 6:51 .
Abraham sá vitsmunaverurnar sem skipulagðar voru áður en heimurinn varð til, Abr 3:21–24 .