Jakob, sonur Lehís
Spámaður í Mormónsbók og höfundur nokkurra prédikana í 2. bók Nefís og bók Jakobs (2 Ne 6–11; Jakob 1–7).
Bók Jakobs
Þriðja bókin í Mormónsbók. Fyrsti kapítuli greinir frá að Nefí afhenti Jakob heimildaskrárnar og vígði síðan Jakob og Jósef bróður hans til prests og kennara fólksins. Annar til fjórði kapítuli eru prédikanir til fólksins að vera siðferðilega hrein. Jakob sagði einnig frá komu endurleysandi Messíasar og greindi frá ástæðunum fyrir því að hluti Ísraels mundi ekki taka á móti honum við komuna. Fimmti og sjötti kapítuli flytur vitnisburð Jakobs og spámannlega líkingu um sögu og hlutverk Ísraelsættar. Sjöundi kapítuli greinir frá lærðum uppreisnarmanni, Serem að nafni, sem snerist til betri vegar vegna dýrðlegs vitnisburðar Jakobs.