Synd Sjá einnig Misbjóða; Óguðlegur; Óhreinindi; Óréttlátur, óréttlæti; Ranglátur, ranglæti; Uppreisn; Viðurstyggð Vísvitandi óhlýðni við boðorð Guðs. Sá sem dylur yfirsjónir sínar, verður ekki lángefinn, Okv 28:13. Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll, Jes 1:18. Þeir sem syndga munu deyja, og réttlátir munu lifa, Esek 18. Guðs lambið ber synd heimsins, Jóh 1:29. Lát skírast og laugast af syndum þínum, Post 22:16. Laun syndarinnar er dauði, Róm 6:23. Hver sem því hefur vit á gott að gjöra, en gjörir það ekki, hann drýgir synd, Jakbr 4:17. Vilt þú sjá um að mig hrylli þegar syndin birtist, 2 Ne 4:31. Vei sé öllum þeim, sem deyja í syndum sínum, 2 Ne 9:38. Þeir gátu einungis litið á synd með viðbjóði, Al 13:12. Þú skalt ekki álykta að þú verðir reistur frá synd til sælu, Al 41:9–10. Drottinn getur ekki litið á synd með minnsta votti af undanlátssemi, Al 45:16 (K&S 1:31). Lítil börn geta ekki drýgt synd, Moró 8:8. Til þess að iðrast verða menn að játa syndir sínar og láta af þeim, K&S 58:42–43. Hin stærri synd býr í þeim, sem ekki fyrirgefur, K&S 64:9. Sá, sem syndgar gegn stærra ljósi, hlýtur þyngri dóm, K&S 82:3. Yfir þá sál, sem syndgar, munu hinar fyrri syndir falla, K&S 82:7. Þegar við reynum að hylja syndir okkar, þá draga himnarnir sig í hlé, K&S 121:37.