Velja, valdi, valinn Sjá einnig Frjáls, frelsi; Köllun, kallaður af Guði; Sjálfræði; Útvalinn Þegar Drottinn útnefnir eða velur einstakling eða hóp kallar hann þá venjulega einnig til þjónustu. Kjósið í dag hverjum þér viljið þjóna, Jós 24:15 (Al 30:8; HDP Móse 6:33). Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður, Jóh 15:16. Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til að gjöra hinum vitru kinnroða, 1 Kor 1:27. Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss, Ef 1:4. Ég slípaði þig, og ég útvaldi þig í brennsluofni hörmungarinnar, 1 Ne 20:10 (Jes 48:10). Mönnum er frjálst að velja frelsi og eilíft líf eða helsi og dauða, 2 Ne 2:27. Göfugir og miklir andar voru útvaldir í upphafi, K&S 138:55–56. Ísrael var útvalinn af Guði, HDP Móse 1:26. Abraham var útvalinn fyrir fæðingu, Abr 3:23.