Hula Sjá Fortjald Orð notað í ritningunum í merkingunni (1) tákn um aðskilnað Guðs og manna, (2) þunnur dúkur sem fólk notar til að hylja andlit eða höfuð, eða (3) gleymska af Guði gefin til að útiloka minningar manna um fortilveru. Nú sjáum vér sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis, 1 Kor 13:12. Verið var að svipta hinni myrku hulu trúleysisins frá huga hans, Al 19:6. Ekki var unnt að varna bróður Jareds þess að sjá handan hulunnar, Et 3:19 (Et 12:19). Hulunni mun svipt frá og þér munuð sjá mig, K&S 67:10 (K&S 38:8). Hulan, er umlykur musteri mitt verður dregin frá, K&S 101:23. Hulunni var svipt frá hugum okkar, K&S 110:1. Myrkurhula mun þekja jörðina, HDP Móse 7:61.