Haggaí
Gamla testamentisspámaður sem starfaði í Jerúsalem nálægt 520 f.Kr., skömmu eftir að Gyðingaþjóðin kom til baka úr útlegð sinni í Babýloníu (Esra 5:1; 6:14). Hann ræddi um að byggja þyrfti upp musterið í Jerúsalem og ávítaði þjóðina fyrir að því skyldi ekki lokið. Hann skrifaði einnig um musteri þúsundáraríkisins og stjórnartíð frelsarans.
Bók Haggaí
Í fyrsta kapítula ávítar Drottinn fólkið fyrir að búa í fullbúnum húsum sínum meðan musterisbyggingunni er ekki lokið. Annar kapítuli hefur að geyma spádóm Haggaís um að Drottinn muni veita frið í musteri sínu.