Sjálfræði Sjá einnig Ábyrgð, ábyrgur, ábyrgðarskylda; Frjáls, frelsi Hæfileiki og forréttindi sem Guð gefur mönnum til þess að velja og framkvæma sjálfir. Af öllum trjám í aldingarðinum máttu eta eftir vild, 1 Mós 2:16. Kjósið í dag hverjum þér viljið þjóna, Jós 24:15 (Al 30:8; HDP Móse 6:33). Sjálfstæð gat breytni mannsins aðeins orðið, ef hann laðaðist að annarri hvorri andstæðunni, 2 Ne 2:15–16. Þeim er frjálst að velja frelsi og eilíft líf en einnig að velja helsi og dauða, 2 Ne 2:27. Þér eruð frjálsir, yður leyfist að breyta sjálfstætt, He 14:30. Þriðja hluta af herskörum himins sneri hann gegn mér vegna sjálfræðis þeirra, K&S 29:36. Djöfullinn hlaut að freista mannanna, ella væri ekki um neitt sjálfræði þeirra að ræða, K&S 29:39. Lát sérhvern mann velja fyrir sjálfan sig, K&S 37:4. Sérhver maður starfi í samræmi við það siðferðislega sjálfræði, sem ég hef gefið honum, K&S 101:78. Satan reyndi að tortíma sjálfræði mannsins, HDP Móse 4:3. Drottinn gaf manninum sjálfræði, HDP Móse 7:32.