Himnesk dýrð Sjá einnig Dýrðarstig; Eilíft líf; Upphafning Hið hæsta þriggja dýrðarstiga sem menn geta náð að loknu þessu lífi. Hinir réttlátu munu dvelja þar í návist Guðs föðurins og sonar hans Jesú Krists. Vegsemd hinna himnesku er eitt, 1 Kor 15:40 (K&S 76:96). Páll var hrifinn burt, allt til þriðja himins, 2 Kor 12:2. Himnesk dýrð var sýnd í sýn, K&S 76:50–70. Ef heilagir óska vistar í himneskum heimi verða þeir að undirbúast, K&S 78:7. Sá sem ekki fær staðist lögmál himneska ríkisins, fær ekki staðist himneska dýrð, K&S 88:15–22. Í hinni himnesku dýrð eru þrír himnar; skilyrði eru sett fram til þess að ná hinum hæsta, K&S 131:1–2. Öll börn sem deyja áður en þau ná ábyrgðaraldri eru hólpin í himneska ríkinu, K&S 137:10.